Veiðigjaldatvist Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. nóvember 2022 08:31 Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun