Handbolti

„Þetta var rosalega erfiður leikur“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Sigursteinn Arndal þjálfari FH var sáttur með sigurinn gegn ÍR í dag
Sigursteinn Arndal þjálfari FH var sáttur með sigurinn gegn ÍR í dag

„Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 

ÍR-ingar sitja í 11. sæti deildarinnar en FH eru í því fjórða. Aðspurður hvort að Sigursteinn hafi búist við að vera með meira forskot í leiknum sagði Sigursteinn að þetta hafi verið nákvæmlega það sem þeir hefðu búist við. 

„Það er nákvæmlega það sem að ég bjóst við því það er það sem að ÍR hefur verið að gera hrikalega vel í vetur. Þeir spila sextíu mínútur á fullu gasi og ég virði það virkilega við þá.“

Varnarleikur FH-inga hefur oft verið betri en í kvöld en þeir fengu á sig þrjátíu mörk. Sigursteinn tók undir að varnarleikurinn hafi verið slakur og þeir áttu erfitt með að stöðva ÍR. 

„Það eru fullt af hlutum sem að ég hefði vilja sjá öðruvísi og að því sögðu voru þeir flottir og okkur tókst illa að stöðva þá og það er stundum þannig. Ég er mjög ánægður með karakterinn að halda þeim þó frá okkur.“

Sigursteinn ætlar að fara yfir alla hluti úr þessum leik en leggja sérstaka áherslu á varnarleikinn. 

„Við förum yfir alla hluti en það gefur auga leið að okkur þykir of mikið að fá á okkur þrjátíu mörk en að sama skapi er ég ánægður með að skora þrjátíu og þrjú.“


Tengdar fréttir

Leik lokið: FH - ÍR 33-31| FH-ingar á sigursiglingu

FH hefur verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð í deild og bikar. Það var ekkert lát á sigurgöngu þeirra er þeir tóku á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld og unnu góðan þriggja marka sigur 33-30. Umfjöllun og viðtöl væntanleg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×