Afruglun á umræðu um brottvísanir Halldór Auðar Svansson skrifar 17. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun