Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. nóvember 2022 18:22 Tindastóll var með fjóra erlenda leikmenn á vellinum á sama tíma ,en það stangast á við nýjar reglur KKÍ. Skjáskot/RÚV Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. Tindastóll og Haukar áttust við á Sauðárkróki í fyrstu umferð VÍS-bikarsins þann 17. október síðastliðinn. Tindastóll vann öruggan sigur, en um miðjan þriðja leikhluta voru heimamenn með fjóra erlenda leikmenn inni á vellinum eftir að Haukar fengu tvö vítaskot. Það stangast á við nýjar reglur KKÍ og Haukum er því dæmdur 20-0 sigur. Samkvæmt nýjum reglum KKÍ mega í mesta lagi þrír erlendir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Hilmar Smári Henningsson tók vítaskotin tvö fyrir Hauka og hitti úr seinna vítinu. Stólarnir tóku strax leikhlé eftir að vítaskotin höfðu verið tekin og því var boltanum í raun ekki spilað meðan að of margir leikmenn voru á gólfinu. Boltinn telst þó vera í leik þegar víti eru tekin og í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Frá þessu öllu er greint á heimasíðu KKÍ og þar má lesa stuttorða yfirlýsingu. Þar kemur einnig fram að körfuknattleiksdeild Tindastóls þurfi að greiða sekt upp á 250 þúsund krónur. Á heimasíðu KKÍ má einnig sjá úrskurðinn í heild sinni. VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Tindastóll og Haukar áttust við á Sauðárkróki í fyrstu umferð VÍS-bikarsins þann 17. október síðastliðinn. Tindastóll vann öruggan sigur, en um miðjan þriðja leikhluta voru heimamenn með fjóra erlenda leikmenn inni á vellinum eftir að Haukar fengu tvö vítaskot. Það stangast á við nýjar reglur KKÍ og Haukum er því dæmdur 20-0 sigur. Samkvæmt nýjum reglum KKÍ mega í mesta lagi þrír erlendir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Hilmar Smári Henningsson tók vítaskotin tvö fyrir Hauka og hitti úr seinna vítinu. Stólarnir tóku strax leikhlé eftir að vítaskotin höfðu verið tekin og því var boltanum í raun ekki spilað meðan að of margir leikmenn voru á gólfinu. Boltinn telst þó vera í leik þegar víti eru tekin og í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Frá þessu öllu er greint á heimasíðu KKÍ og þar má lesa stuttorða yfirlýsingu. Þar kemur einnig fram að körfuknattleiksdeild Tindastóls þurfi að greiða sekt upp á 250 þúsund krónur. Á heimasíðu KKÍ má einnig sjá úrskurðinn í heild sinni.
VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00