Katrín Tanja í æfingabúðum hjá fimmföldum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er hér við hlið Mat Fraser en með þeim eru einnig Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amanda Barnhart. Instagram/@mathewfras Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að prófa nýja hluti eftir vonbrigðin í fyrra og gekk hún fyrr í haust til liðs við HWPO Training. HWPO Training er þar sem fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser ræður ríkjum og hefur aðstoðað CrossFit fólk eftir að hann hætti að keppa sjálfur. Katrín Tanja er ekki eina stórstjarnan sem gekk til liðs við HWPO Training fyrir komandi tímabil því það gerðu líka Amanda Barnhart og Samuel Kwant. Þau hafa öll unnið saman áður undir stjórn Ben Bergeron hjá CompTrain. View this post on Instagram A post shared by HWPO Training | Mat Fraser (@hwpotraining) Fyrir hjá HWPO Training var hin unga en gríðarlega öfluga Mal O’Brien sem varð í öðru sæti á síðustu heimsleikum eftir að hafa verið kosin nýliði ársins árið á undan. Fraser og Katrín urðu bæði heimsmeistarar árið 2016 en þá var Katrín að vinna í seinna skiptið en Fraser sinn fyrsta titil. Fraser endaði á því að vinna fimm ár í röð og setja met. Katrín Tanja hafði árið á undan komið heim og æft undir stjórn Jami Tikkanen, sem hefur verið þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur í meira en áratug. Katrín er ekki eini Íslendingurinn sem fylgir æfingaprógrammi HWPO Training því það gerir einnig Þuríður Erla Helgadóttir sem náði bestum árangri íslenskra kvenna á síðustu heimsleikum. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Hluti hópsins kom saman og æfði saman í síðustu viku. Mat Fraser sagði frá þessum vikuæfingabúðum þar sem nýir meðlimir hópsins komu og æfðu með honum og öðrum stjörnum. Fraser birti meðal annars mynd af sér með Katrínu Tönju, Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amöndu Barnhart. Það leit út fyrir að Katrín Tanja og Mal hafi náð vel saman en Katrín birti meðal annars skemmtilegar myndir af þeim á Gillette Stadium, heimavelli New England Partriots. Katrín vann tvo heimsmeistaratitla á árunum 2015 og 2016 en Mal O’Brien er enn bara átján ára gömul og hefur allt til alls til að vinna sjálf heimsmeistaratitla í framtíðinni. Mal hefur tekið stórtækum framförum undir stjórn Mat Fraser sem lofar vonandi góðu fyrir okkar konu. Katrín Tanja þarf nú endurkomuár eftir að hafa misst af heimsleikunum á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Fraser nái að koma henni aftur í hóp þeirra bestu í heimi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull) CrossFit Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
HWPO Training er þar sem fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser ræður ríkjum og hefur aðstoðað CrossFit fólk eftir að hann hætti að keppa sjálfur. Katrín Tanja er ekki eina stórstjarnan sem gekk til liðs við HWPO Training fyrir komandi tímabil því það gerðu líka Amanda Barnhart og Samuel Kwant. Þau hafa öll unnið saman áður undir stjórn Ben Bergeron hjá CompTrain. View this post on Instagram A post shared by HWPO Training | Mat Fraser (@hwpotraining) Fyrir hjá HWPO Training var hin unga en gríðarlega öfluga Mal O’Brien sem varð í öðru sæti á síðustu heimsleikum eftir að hafa verið kosin nýliði ársins árið á undan. Fraser og Katrín urðu bæði heimsmeistarar árið 2016 en þá var Katrín að vinna í seinna skiptið en Fraser sinn fyrsta titil. Fraser endaði á því að vinna fimm ár í röð og setja met. Katrín Tanja hafði árið á undan komið heim og æft undir stjórn Jami Tikkanen, sem hefur verið þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur í meira en áratug. Katrín er ekki eini Íslendingurinn sem fylgir æfingaprógrammi HWPO Training því það gerir einnig Þuríður Erla Helgadóttir sem náði bestum árangri íslenskra kvenna á síðustu heimsleikum. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Hluti hópsins kom saman og æfði saman í síðustu viku. Mat Fraser sagði frá þessum vikuæfingabúðum þar sem nýir meðlimir hópsins komu og æfðu með honum og öðrum stjörnum. Fraser birti meðal annars mynd af sér með Katrínu Tönju, Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amöndu Barnhart. Það leit út fyrir að Katrín Tanja og Mal hafi náð vel saman en Katrín birti meðal annars skemmtilegar myndir af þeim á Gillette Stadium, heimavelli New England Partriots. Katrín vann tvo heimsmeistaratitla á árunum 2015 og 2016 en Mal O’Brien er enn bara átján ára gömul og hefur allt til alls til að vinna sjálf heimsmeistaratitla í framtíðinni. Mal hefur tekið stórtækum framförum undir stjórn Mat Fraser sem lofar vonandi góðu fyrir okkar konu. Katrín Tanja þarf nú endurkomuár eftir að hafa misst af heimsleikunum á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Fraser nái að koma henni aftur í hóp þeirra bestu í heimi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull)
CrossFit Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira