Sport

Er þetta minnsti heims­meistara­bikar í heimi?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bikarinn á loft.
Bikarinn á loft. Sky Sports

Nýja-Sjáland varð heimsmeistari í ruðningi [e. rugby] á laugardag, 12. nóvember, eftir vægast sagt dramatískan sigur á Englandi á Eden Park í Nýja-Sjálandi. Það vakti mikla athygli þeirra sem fylgjast ekki ítarlega með íþróttinni hversu lítill verðlaunagripurinn sjálfur var.

England barðist hetjulega en liðið spilaði manni færri í klukkutíma eftir að Lydia Thompson var rekin af velli fyrir groddalega tæklingu. 

England var með forystuna lengi vel þrátt fyrir að vera manni færri. Nýja-Sjáland kom hins vegar til baka og vann á endanum þriggja stiga sigur, 34-31, fyrir framan svo gott sem fullt hús á Eden Park þar sem sett var áhorfendamet.

England var sigurstranglegast fyrir mót og þegar komið var í úrslitaleikinn hafði það unnið 30 leiki í röð.  Hefði liðið haldist fullmannað allan leikinn hefði England eflaust unnið. Allt kom fyrir ekki og Nýja-Sjáland fagnaði heimsmeistaratitlinum og fékk að launum einn minnsta verðlaunagrip sem sögur fara af.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×