Rúnar óvænt tekinn við Leipzig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2022 15:36 Rúnar Sigtryggsson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Haukum. Vísir/Vilhelm Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er hættur hjá Haukum og tekinn við þýska liðinu Leipzig. „Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili. Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
„Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira