Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta Björg Sveins skrifar 27. október 2022 07:31 Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun