Liðin áttust við í Keflavík og unnu heimakonur að lokum tíu stiga sigur, 84-74.
Jafnræði var með liðunum framan af leik og leiddu gestirnir í leikhléi, 39-40. Í þriðja leikhluta sneri Keflavíkurliðið taflinu sér í vil og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur.
Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 24 stig á meðan Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest gestanna með 25 stig.
Á sama tíma unnu Valskonur sjö stiga sigur á Fjölni, 62-55, í hörkuleik að Hlíðarenda en heimakonur höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins.
Kiana Johnson var atkvæðamest Valskvenna með fimmtán stig og ellefu fráköst en Dagný Lísa Davíðsdóttir var öflug í liði Fjölnis með sextán stig og níu fráköst.