Slæmar fréttir fyrir bestu CrossFit konur heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 09:00 Tia-Clair Toomey á verðlaunapallinum með Katrínu Tönjy Davíðsdóttur. Enginn önnur kona hefur orðið heimsmeistari í CrossFit frá og með árinu 2015. Instagram/CrossFit Games Það hefur enginn komist nálægt henni undanfarin ár á heimsleikunum í CrossFit og þeir sem héldu að það væri að breytast hafa nú fengið endanlega staðfest að það breytist ekki neitt. Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sjá meira
Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sjá meira