KKÍ vísar málinu til aganefndar og Tindastól mögulega dæmt tap Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 15:18 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Mögulegt er að Haukar taki sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að stjórn KKÍ ákvað nú í hádeginu að vísa til aga- og úrskurðarnefndar máli varðandi fjölda erlendra leikmanna sem Tindastóll notaði í sigri sínum gegn Haukum á mánudag. Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes. VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes.
VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira