Umræða sem snertir okkur öll Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. október 2022 11:45 Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun