Körfubolti

Sch­rödrer og Midd­let­on byrja á meiðsla­listanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dennis Schröder missir af fyrstu 3-4 vikum tímabilsins.
Dennis Schröder missir af fyrstu 3-4 vikum tímabilsins. Los Angeles Lakers

Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks.

NBA tímabilið 2022/2023 hefst með pompi og prakt annað kvöld og verða tveir fyrstu leikir tímabilsins sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Við hefjum herlegheitin á leik Boston Celtics og Philadelphia 76ers. Eftir það er komið að leik meistara Golden State og Los Angeles Lakers.

Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport búast ekki við miklu af Lakers-liðinu sem var hreint út sagt ömurlegt á síðari hluta síðustu leiktíðar. Liðið hefur skipt um þjálfara en enn er mörgum spurningum ósvarað er varðar þríeykið LeBron James, Anthony Davis og Russell Westbrook.

Talið var að staða Westbrook í byrjunarliðinu væri í hætti eftir að Lakers samdi við hinn þýska Dennis Schröder á nýjan leik. Sá mun hins vegar missa af fyrstu þremur til fjórum vikum tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð á þumalfingri.

Milwaukee Bucks verða einnig án eins af burðarásum liðsins í upphafi tímabils en Khris Middleton verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið í aðgerð á úlnlið. Bucks ættu þó að vera ágætis málum þar sem Giannis Antetokounmpo mætir ferskur til leiks eftir að hafa hitað vel upp á Evrópumótinu fyrr í sumar.

NBA deildin fer eins og áður sagði af stað annað kvöld. Klukkan 23.30 hefst útsending frá leik Boston og Philadelphia. Klukkan 02.00 er svo komið að Stephen Curry og LeBron James þegar Golden State og Lakers mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×