Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu? Benedikta Haraldsdóttir skrifar 17. október 2022 16:00 Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga. Þar af leiðandi eru þeir margir orðnir vel kunnugir persónuverndaryfirvöldum og samkeppnisyfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum, en málaflokkarnir hafa hingað til ekki skarast svo um nemur. Í september síðastliðnum gaf aðallögsögumaður Evrópudómstólsins (e. Advocate General) út álit í máli Meta (áður Facebook) gegn Bundeskartellamt (þýska samkeppniseftirlitinu) sem er til meðferðar fyrir Evrópudómstólnum (Mál nr. C-252/21). Málið fjallar um samspil samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, nánar tiltekið heimildir samkeppnisyfirvalda til að taka tillit til persónuverndarlaga við mat á því hvort háttsemi fyrirtækja hafi falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu, og þar af leiðandi brot gegn samkeppnislögum. Í skilningi samkeppnisréttar er fyrirtæki markaðsráðandi þegar það hefur svo mikinn efnahagslegan styrkleika að það geti hindrað virka samkeppni og að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Markaðsráðandi fyrirtækjum ber aukin skylda til þess að keppa á eigin verðleikum við fyrirtæki sem starfa á sama markaði og er óheimilt að misnota markaðsráðandi stöðu sína í samkeppni við þau. Birtingarmyndir misnotkunar í þessum skilningi eru háðar mati í hverju máli fyrir sig og eru alls ekki tæmandi taldar í lögum. Mál Meta varðar ákvörðun sem þýska samkeppniseftirlitið gaf út árið 2019 þess efnis að Meta hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Meta hafði safnað persónuupplýsingum notenda frá þjónustuaðilum sem tengdust Facebook (t.d. Instagram og Whatsapp), sem og frá vefsíðum og smáforritum þriðju aðila, og tengt þær við aðgang notenda á Facebook, m.a. í markaðstilgangi. Birtingarmynd misnotkunarinnar fólst í því að Meta aflaði ekki samþykkis frá notendum fyrir framangreindri söfnun sem fullnægði kröfum persónuverndarlaga. Meta kærði ákvörðun þýska samkeppniseftirlitsins til dómstóls þar í landi sem óskaði eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum. Valdsvið samkeppnisyfirvalda til þess að taka persónuverndarlög til greina Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti sínu að þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ekki lögsögu til þess að úrskurða um brot gegn persónuverndarlögum, gætu þau í tengslum við valdbeitingu sína tekið mið af samræmi einstakra viðskiptahátta við ákvæði persónuverndarlaga með tilfallandi hætti. Brot gegn persónuverndarlögum gæti verið mikilvæg vísbending um það hvort athæfi feli í sér brot gegn samkeppnislögum. Við mat á því hvort háttsemi markaðsráðandi fyrirtækis hafi stuðst við aðrar aðferðir en þær sem gætu talist samkeppni á eigin verðleikum verða samkeppnisyfirvöld að taka til greina lagalegt og hagfræðilegt samhengi háttseminnar í heild, þar með talið persónuverndarlög þar sem við á. Háttsemi sem samræmist lagareglum annarra réttarsviða útilokar ekki að sama háttsemi geti falið í sér brot á samkeppnislögum, en að sama skapi getur brot á persónuverndarlögum ekki sjálfkrafa falið í sér brot gegn samkeppnislögum þrátt fyrir að fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Aðallögsögumaðurinn bendir þó réttilega á að ef mat samkeppnisyfirvalda felur í sér túlkun persónuverndarlaga, sem er á valdsviði persónuverndaryfirvalda, skapist nokkur áhætta á misræmi í túlkun milli þeirra sem gæti sett í uppnám markmið persónuverndarreglugerðarinnar um samræmda túlkun innan EES-svæðisins. Vegna þess beri samkeppnisyfirvöldum að gæta að því að upplýsa og vinna með persónuverndaryfirvöldum að því marki sem unnt er, feli rannsókn á meintu samkeppnisbroti í sér túlkun á persónuverndarlögum. Gildi samþykkis sem notandi veitir fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu fyrir vinnslu persónuupplýsinga Samkvæmt persónuverndarlögum er samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga talið ógilt ef það hefur ekki verið veitt með óþvinguðum og frjálsum hætti. Við mat á því hvort einstaklingur geti veitt óþvingað samþykki hefur valdaójafnvægi milli aðila töluvert vægi. Dómstóllinn var beðinn um álit á því hvort samþykki sem einstaklingur veitir markaðsráðandi fyrirtæki fyrir vinnslu persónuupplýsinga geti talist óþvingað, meðal annars með tilliti til slíks valdaójafnvægis og þess raunverulega valfrelsis sem einstaklingur hefur í slíkum aðstæðum. Lögsögumaður Evrópudómstólsins telur að það að fyrirtæki sem reki samfélagsmiðil sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði feli ekki þá þegar í sér að gildi samþykkis notanda fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum skuli dregið í efa. Slíka stöðu ætti þó að taka til greina við mat á því hvort samþykki teljist hafa verið veitt með frjálsum og óþvinguðum hætti. Hvaða þýðingu hefur álitið í framhaldinu? Hlutverk aðallögsögumanns Evrópudómstólsins er að semja lögfræðilega álitsgerð sem felur í sér tillögu að niðurstöðu dómsins en er ekki bindandi fyrir dómstólinn. Í framkvæmd eru álit aðallögsögumannsins að meginstefnu til tekin til greina og eru yfirleitt leiðbeinandi fyrir niðurstöðu Evrópudómstólsins og eru því töluverðar líkur á því að dómstóllinn komist að efnislega sömu niðurstöðu í málinu og gefi út samsvarandi dóm á næstunni. Gangi það eftir, gæti það haft í för að valdsvið samkeppnisyfirvalda yrði víkkað töluvert á grundvelli þessa fordæmis og næði til þess að leggja mat á lykilálitaefni á sviði persónuverndarréttar. Áhugavert verður að fylgjast með framvindu málsins í framhaldinu, ekki einungis vegna skörunar samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, heldur einnig varðandi álitaefni sem uppi eru í málinu um gildi samþykkis notenda í stafræna hagkerfinu. Evrópuþingið hefur nýverið fullgilt reglugerðina Digital Markets Act sem ætlað er að koma í veg fyrir að tæknirisar viðhafi ósanngjarna viðskiptahætti og er m.a. ætlað að taka á framangreindum álitaefnum, en það á eftir að koma í ljós hvernig innleiðingu hennar í íslenska löggjöf verði háttað. Höfundur er lögmaður á LEX. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Facebook Google Persónuvernd Tækni Samkeppnismál Neytendur Evrópusambandið Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga. Þar af leiðandi eru þeir margir orðnir vel kunnugir persónuverndaryfirvöldum og samkeppnisyfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum, en málaflokkarnir hafa hingað til ekki skarast svo um nemur. Í september síðastliðnum gaf aðallögsögumaður Evrópudómstólsins (e. Advocate General) út álit í máli Meta (áður Facebook) gegn Bundeskartellamt (þýska samkeppniseftirlitinu) sem er til meðferðar fyrir Evrópudómstólnum (Mál nr. C-252/21). Málið fjallar um samspil samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, nánar tiltekið heimildir samkeppnisyfirvalda til að taka tillit til persónuverndarlaga við mat á því hvort háttsemi fyrirtækja hafi falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu, og þar af leiðandi brot gegn samkeppnislögum. Í skilningi samkeppnisréttar er fyrirtæki markaðsráðandi þegar það hefur svo mikinn efnahagslegan styrkleika að það geti hindrað virka samkeppni og að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Markaðsráðandi fyrirtækjum ber aukin skylda til þess að keppa á eigin verðleikum við fyrirtæki sem starfa á sama markaði og er óheimilt að misnota markaðsráðandi stöðu sína í samkeppni við þau. Birtingarmyndir misnotkunar í þessum skilningi eru háðar mati í hverju máli fyrir sig og eru alls ekki tæmandi taldar í lögum. Mál Meta varðar ákvörðun sem þýska samkeppniseftirlitið gaf út árið 2019 þess efnis að Meta hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Meta hafði safnað persónuupplýsingum notenda frá þjónustuaðilum sem tengdust Facebook (t.d. Instagram og Whatsapp), sem og frá vefsíðum og smáforritum þriðju aðila, og tengt þær við aðgang notenda á Facebook, m.a. í markaðstilgangi. Birtingarmynd misnotkunarinnar fólst í því að Meta aflaði ekki samþykkis frá notendum fyrir framangreindri söfnun sem fullnægði kröfum persónuverndarlaga. Meta kærði ákvörðun þýska samkeppniseftirlitsins til dómstóls þar í landi sem óskaði eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum. Valdsvið samkeppnisyfirvalda til þess að taka persónuverndarlög til greina Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti sínu að þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ekki lögsögu til þess að úrskurða um brot gegn persónuverndarlögum, gætu þau í tengslum við valdbeitingu sína tekið mið af samræmi einstakra viðskiptahátta við ákvæði persónuverndarlaga með tilfallandi hætti. Brot gegn persónuverndarlögum gæti verið mikilvæg vísbending um það hvort athæfi feli í sér brot gegn samkeppnislögum. Við mat á því hvort háttsemi markaðsráðandi fyrirtækis hafi stuðst við aðrar aðferðir en þær sem gætu talist samkeppni á eigin verðleikum verða samkeppnisyfirvöld að taka til greina lagalegt og hagfræðilegt samhengi háttseminnar í heild, þar með talið persónuverndarlög þar sem við á. Háttsemi sem samræmist lagareglum annarra réttarsviða útilokar ekki að sama háttsemi geti falið í sér brot á samkeppnislögum, en að sama skapi getur brot á persónuverndarlögum ekki sjálfkrafa falið í sér brot gegn samkeppnislögum þrátt fyrir að fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Aðallögsögumaðurinn bendir þó réttilega á að ef mat samkeppnisyfirvalda felur í sér túlkun persónuverndarlaga, sem er á valdsviði persónuverndaryfirvalda, skapist nokkur áhætta á misræmi í túlkun milli þeirra sem gæti sett í uppnám markmið persónuverndarreglugerðarinnar um samræmda túlkun innan EES-svæðisins. Vegna þess beri samkeppnisyfirvöldum að gæta að því að upplýsa og vinna með persónuverndaryfirvöldum að því marki sem unnt er, feli rannsókn á meintu samkeppnisbroti í sér túlkun á persónuverndarlögum. Gildi samþykkis sem notandi veitir fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu fyrir vinnslu persónuupplýsinga Samkvæmt persónuverndarlögum er samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga talið ógilt ef það hefur ekki verið veitt með óþvinguðum og frjálsum hætti. Við mat á því hvort einstaklingur geti veitt óþvingað samþykki hefur valdaójafnvægi milli aðila töluvert vægi. Dómstóllinn var beðinn um álit á því hvort samþykki sem einstaklingur veitir markaðsráðandi fyrirtæki fyrir vinnslu persónuupplýsinga geti talist óþvingað, meðal annars með tilliti til slíks valdaójafnvægis og þess raunverulega valfrelsis sem einstaklingur hefur í slíkum aðstæðum. Lögsögumaður Evrópudómstólsins telur að það að fyrirtæki sem reki samfélagsmiðil sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði feli ekki þá þegar í sér að gildi samþykkis notanda fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum skuli dregið í efa. Slíka stöðu ætti þó að taka til greina við mat á því hvort samþykki teljist hafa verið veitt með frjálsum og óþvinguðum hætti. Hvaða þýðingu hefur álitið í framhaldinu? Hlutverk aðallögsögumanns Evrópudómstólsins er að semja lögfræðilega álitsgerð sem felur í sér tillögu að niðurstöðu dómsins en er ekki bindandi fyrir dómstólinn. Í framkvæmd eru álit aðallögsögumannsins að meginstefnu til tekin til greina og eru yfirleitt leiðbeinandi fyrir niðurstöðu Evrópudómstólsins og eru því töluverðar líkur á því að dómstóllinn komist að efnislega sömu niðurstöðu í málinu og gefi út samsvarandi dóm á næstunni. Gangi það eftir, gæti það haft í för að valdsvið samkeppnisyfirvalda yrði víkkað töluvert á grundvelli þessa fordæmis og næði til þess að leggja mat á lykilálitaefni á sviði persónuverndarréttar. Áhugavert verður að fylgjast með framvindu málsins í framhaldinu, ekki einungis vegna skörunar samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, heldur einnig varðandi álitaefni sem uppi eru í málinu um gildi samþykkis notenda í stafræna hagkerfinu. Evrópuþingið hefur nýverið fullgilt reglugerðina Digital Markets Act sem ætlað er að koma í veg fyrir að tæknirisar viðhafi ósanngjarna viðskiptahætti og er m.a. ætlað að taka á framangreindum álitaefnum, en það á eftir að koma í ljós hvernig innleiðingu hennar í íslenska löggjöf verði háttað. Höfundur er lögmaður á LEX.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun