Sport

Fóru yfir hverjir séu nógu góðir til að spila erfiðustu stöðu í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Rodgers og Tom Brady eru í hópi með þeim allra bestu í sögunni.
Aaron Rodgers og Tom Brady eru í hópi með þeim allra bestu í sögunni. Getty/ Douglas P. DeFelice

Lokasóknin gerði úttekt á leikstjórnendum NFL-deildarinnar í síðasta þætti en í þessum vikulega þætti er farið yfir hverja umferð í NFL-deildinni.

Tom Brady, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, sem er af flestum talinn vera sá besti í sögunni, sagði á blaðamannafundi á dögunum að hann hefði séð mjög mikið af lélegum fótbolta á þessu tímabili.

Strákarnir í Lokasókninni ákváðu í framhaldinu að fara yfir alla leikstjórnendur deildarinnar og dæma þá.

„Þessi orð Tom Brady vöktu mikla athygli. Það eru mörg lið sem eru ekki að spila sinn besta fótbolta og eiga svolítið í land með það. Við fórum því að velta fyrir okkur hvað þetta er með leikstjórnendurna í deildinni? Bandarísku fótboltinn sker sig frá öllum öðrum liðsíþróttum hvað það varðar að leikstjórnandinn hefur liðið svo mikið í höndum sér,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar.

„Við erum því að velta fyrir okkur hvort að það séu nægilega góðir leikstjórnendur í deildinni eða hver er staðan,“ sagði Andri.

„Að spila leikstjórnanda í NFL-deildinni er erfiðasta íþróttastaða í öllum íþróttum. Það eru bara 32 stöður í boði í öllum heiminum, margar milljónir vilja það en við eigum ekki einu sinni 32 frambærilega. Það segir sína stöðu hversu fáránlega erfitt er að vera leikstjórnandi í NFL-deildinni,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Lokasóknin flokkar leikstjórnendur NFL-deildarinnar í dag. Hverjir eru góðir, hverjir eru ekki góðir og hverjir eru bara lélegir.

Klippa: Lokasóknin: Hvaða leikstjórnendur NFL deildarinnar eru nægilegu góðir?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×