Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2022 20:37 Kristjana Jónsdótitr er þjálfari Fjölnis í Subway-deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét „Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld. Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum. Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum.
Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15