Körfubolti

Kristófer: Allt í toppstandi, geggjaður

Árni Jóhannsson skrifar
Kristófer Acox skorar 2 af stigum sínum gegn Stjörnunni
Kristófer Acox skorar 2 af stigum sínum gegn Stjörnunni Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir

Kristófer Acox, fyrirliði Vals, var að vonum ánægður með að hans menn væru búnir að lyfta einum bikar nú þegar þetta tímabilið en var þó ánægðari með það hvernig hans menn unnu leikinn. Valur lagði Stjörnuna 80-77 í leiknum um Meistara meistaranna fyrri í kvöld. Leikurinn markar upphafl körfuknattleikstímabilsins karlamegin.

„Tilfinningin er bara góð. Alltaf gaman að vinna titil en ég er aðallega sáttur með það hvernig við vinnum leikinn. Stjarnan er með hörkulið og við erum vængbrotnir eins og er. Erum fámennir en menn stigu bara vel upp og ég er ánægðari með það heldur en þessa dollu.“

Kristófer var þá spurður út í það hvað hann hafi lært um liðið sitt í kvöld í þessum fyrsta keppnisleik tímabilsins.

„Við erum enn með rosalegan karakter í þessu liði. Við fáum inn nýjan leikmann sem mætti á æfingu í gær [Ozren Pavlovic] og hann kemur vel inn í þetta. Þarf tíma, Kári enn meiddur og okkur vantar kanann þannig að við sýndum það að við erum enn rosalega gott lið.“

Kristófer var þá inntur eftir því hvort Valsmenn ætluðu sér ekki alveg örugglega að verja Íslandsmeistaratitilinn.

„Jú svo sannarlega. Það er markmiðið. Þetta er langt og erfitt tímabil og það er erfitt að verja titilinn, við vitum það en erum komnir með pínu reynslu í þetta lið. Það voru leikmenn sem unnu sinn fyrsta titil í fyrra en missum mikla reynslu í Pavel en tel það að við séum allir klárir í þetta verkefni.“

Að lokum var Kristófer spurður út í sitt form og hvort líkami hans væri í góðu standi.

„Það er allt í toppstandi hjá mér. Geggjaður.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×