Sport

Dagskráin í dag - Stjörnumenn geta lagt stein í götu Blika

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þjálfarateymi Stjörnunnar þekkir vel til í Kópavogi.
Þjálfarateymi Stjörnunnar þekkir vel til í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét

Úrslitakeppnin í Bestu deild karla í fótbolta heldur áfram í dag þegar efsta lið deildarinnar mætir neðsta liðinu í efri hlutanum.

Topplið Breiðabliks fær Stjörnuna í heimsókn en Blikar eru með fimm stiga forystu á toppi efri hlutans eftir að KA lagði KR í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli og hefst útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00.

Á íþróttarásum Stöðvar 2 verður einnig einn leikur úr ítölsku úrvalsdeildinni sýndur beint auk þess sem Gametíví er á sínum stað með sinn vikulega þátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.