Sport

Dagskráin í dag: Íslenskur og spænskur körfubolti, úrvalsdeildin í pílukasti og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar heimsækja Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Haukar heimsækja Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Boðið verður upp á fimm beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttagreinum á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Þar á meðal eru tveir leikir í Subway-deild kvenna í körfubolta þegar Njarðvík tekur á móti Grindavík á Stöð 2 Sport 4 klukkan 18:05 og Valskonur heimsækja Hauka á sömu rás klukkan 20:05.

Þá verður einnig einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, ACB-deildinni, á dagskrá þegar Básquet Girona tekur á móti Real Madrid klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2.

Úrvalsdeildin í pílukasti er einnig komin á fullt skrið og í kvöld verður bein útsending frá öðrum keppnisdegi klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport.

Að lokum eru stelpurnar í Babe Patrol með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×