Innlent

Veður­vaktin: Rauða viðvörunin dottin úr gildi

Viktor Örn Ásgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Brak fýkur víðsvegar um bæinn.
Brak fýkur víðsvegar um bæinn. Aðsend/Stefanía Hrund Guðmundsdóttir

Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum í dag. Veður er víða farið að versna en líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragðsaðilar eru á tánum og var hættustig almannavarna virkjað í gær. 

Reiknað er með því að veðrinu sloti á mánudag, þó enn verði hvasst fyrir austan út mánudaginn.

Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að koma skilaboðunum áleiðis til ferðamanna, ekki síst þeirra sem dvelja á þeim slóðum þar sem veðurspáin er hvað verst.

Hægt er að senda ábendingar á netfangið ritstjorn@visir.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×