Sakaður um að láta óæskileg ummæli falla um samstarfskonu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 07:00 Ime Udoka á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. Eric Espada/Getty Images Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið. Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira