Körfubolti

Serbar óvænt úr leik á EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óvænt úrslit.
Óvænt úrslit. vísir/Getty

Ítalir gerðu sér lítið fyrir og skelltu firnasterku liði Serba í 16-liða úrslitum EM í körfubolta.

Liðin áttust við í Berlín í dag og reiknuðu flestir með sigri Serba enda var það svo að þeir höfðu frumkvæðið framan af leik og leiddu í leikhléi.

Í þriðja leikhluta fundu Ítalir hins vegar annan gír og tóku leikinn hreinlega yfir. Fór að lokum svo að Ítalía vann nokkuð öruggan átta stiga sigur, 86-94 og munu mæta Frökkum í 8-liða úrslitum keppninnar.

Nikola Jokic var venju samkvæmt atkvæðamestur Serba með 32 stig en Marco Spissu skoraði mest Ítala eða 22 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×