Körfubolti

Viður­kennir að hann væri til í að feta í fót­spor föður síns

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stephen Curry er í guðatölu hjá Golden State Warriors.
Stephen Curry er í guðatölu hjá Golden State Warriors. Elsa/Getty Images

Stephen Curry, einn albesti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta undanfarin ár, lét áhugaverð ummæli falla við hátíðlega athöfn í Charlotte nýverið.

Curry ólst upp í Charlotte þar sem faðir hans, Dell Curry, spilaði með Charlotte Hornets í heilan áratug frá 1988 til 1998. Curry spilaði með gagnfræðaskóla í borginni á sínum tíma. Hann var staddur þar til að taka við „lykli“ að borginni og ræddi þar hvað borgin þýðir fyrir sig.

Hinn 34 ára gamli Curry hefur orðið NBA meistari fjórum sinnum með Golden State Warriors en viðurkenndi að Charlotte Hornets væri eina liðið sem hann gæti ímyndað sér að spila með fyrir utan Warriors. 

Hann er hins vegar nýbúinn að skrifa undir nýjan samning og reikna má með því að hann verði hjá Warriors þangað til skórnir fara upp í hillu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×