Lena María Árnadóttir barnsmóðir Damirs sagði frá því í Twitter færslu að sonur þeirra hafi verið á vellinum og heyrt stuðningsmenn HK syngja um pabba sinn.
4 ára Andrinn okkar er á vellinum að horfa á pabba sinn sem hann lýtur mjög upp til. Sem betur fer skilur hann ekki hvað verið er að syngja um hann en þetta er ógeðslega ljótt og á ekki heima neinsstaðar. pic.twitter.com/STdk5AkdgJ
— Lena María (@lenamariaar) August 19, 2022
HK hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið biður Damir Muminovic og fjölskyldu Ísaks Snæs Þorvaldssonar afsökunar.
Yfirlýsing HK
HK biður Damir og fjölskyldu Ísaks Snæs afsökunar HK vill óska Blikum til hamingju með sigurinn í kvöld.
Leikurinn var góð skemmtun og mikil stemning í Kórnum. Þó bar skugga á að háttvísi nokkurra áhorfenda í garð Damir Muminovic og fjölskyldumeðlima Ísaks Snæs Þorvaldssonar var verulega ábótavant. Slík hegðun er ekki í anda þess sem félagið vill standa fyrir og viljum við koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til hlutaðeigandi.
Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK.
Allt respect fyrir HK-ingum í skítnum eftir að hopur af strákum réðust á 7 ára systur mínar og spörkuðu í þær af því þær voru í Breiðablik treyjum🤬vona að @HK_Kopavogur rifi sig í gang varðandi stuðningsmenn!!
— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) August 19, 2022