Sport

Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dynamo Kiev tekur á móti Benfica í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Dynamo Kiev tekur á móti Benfica í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Markus Tobisch/SEPA.Media /Getty Images

Íþróttalífið hefur heldur rólegt um sig á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en þó eru tvær beinar útsendingar í boði á þessum annars ágæta miðvikudegi.

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og klukkan 18:50 mætast Dynamo Kiev og Benfica í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppninni á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 21:00 er svo komið að Babe Patrol þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone á Stöð 2 eSport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.