Sport

Simbi þjálfari hefur ekki augun af Söru sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir bregður á leik með Simba sínum.
Sara Sigmundsdóttir bregður á leik með Simba sínum. Instagram/@sarasigmunds

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er aftur komin á fulla ferð eftir vonbrigði sumarsins.

Sara náði ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum eftir að hafa misst af þeim í fyrra vegna meiðsla og árið áður eftir að hafa setið eftir í undanúrslitunum.

Krossbandsslitið hefur í raun tekið tvö ár af Söru sem ætlar ekkert að gefast upp þrátt fyrir mótlætið.

Næst á dagskrá er að koma sér í form fyrir komandi átök á næsta tímabili.

Sara sýndi nokkur myndbönd af æfingum sínum í Simma Gym í Reykjanesbæ á dögunum og þau eiga eitt sameiginlegt.

Simbi þjálfari hefur þar ekki augun af Söru sinni.

Simbi er hundurinn hennar Söru sem hefur verið mikið án sinnar konu þar sem Sara var við æfingar stóra hluta ársins í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Það er eins og hann vilji ekki hafa augun af Söru sinni þegar hún er hjá honum á Íslandi.

Hér fyrir neðan má sjá þessi myndbönd af Söru að æfa og Simba að „hvetja“ hana áfram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.