Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2022 10:00 Mikið mun mæða á Guðmundi Hólmari Helgasyni hjá Selfossi í vetur. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum.
2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti)
Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00