Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2022 10:00 Viktor Sigurðsson er í burðarhlutverki hjá ÍR. vísir/elín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel. Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel.
2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari
Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira