Hlaut lífstíðardóm fjórtán árum eftir að hafa myrt dætur sínar Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 00:19 Yaser Said í dómsalnum á þriðjudag. Skáskot Yaser Said var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir að skjóta dætur sínar, Aminu og Söruh Said, til bana árið 2008. Eftir morðin hvarf Said sporlaust og var á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni í tólf ár, þar til hann var handtekinn árið 2020. Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35