Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30
Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30
Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30