Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30
Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30
Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30