Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Karólína Helga Símonardóttir skrifar 8. ágúst 2022 09:30 Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun