Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Karólína Helga Símonardóttir skrifar 8. ágúst 2022 09:30 Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun