Þuríður tólfta og Björgvin áttundi eftir daginn Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 00:12 Þuríður Erla Helgadóttir er tólfta í keppni kvenna á heimsleikunum eftir daginn. vísir/anton Lokagrein dagsins í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit er að baki og íslensku keppendurnir eru í fínum málum. Greinin sneri að hæfni á hjóli. Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig. CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig.
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira