Segir þolmarkadag jarðar skuggalega framarlega á árinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 11:45 Yfirdráttardagur jarðar er í dag. Getty Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf. Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira