Ráðherra í stríð við strandveiðar Inga Sæland skrifar 11. júlí 2022 11:01 Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30 Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun