Það er af sem áður var Heiðar Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Fjarskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sæstrengir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar