Fótbolti

Alfons spilaði allan leikinn í þægilegum sigri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alfons Sampsted var á sínum stað í bakverðinum. 
Alfons Sampsted var á sínum stað í bakverðinum.  Vísir/Getty

Alfons Sampsted, lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar, þegar lið hans Bodø/Glimt vann sannfærandi 3-0 sigur gegn KÍ frá Klaksvík í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í Bodø í dag. 

Það var nígeríski framherjinn Victor Okoh Boniface sem skoraði öll mörk Bodø/Glimt í leiknum en tvö þeirra komu í fyrri hálfleik og það síðasta úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 

Liðin eigast við á nýjan leik í Færeyjum á þriðjudaginn í næstu viku. Sigurliðið úr viðureign Bodø/Glimt og KÍ frá Klaksvík mætir svo annað hvort TNS og Linfield á næsta stigi undankeppninnar.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.