Körfubolti

Sanja Orozovic til liðs við Breiðablik á ný

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sanja Orozovic varð deildarmeistari með Fjölni á seinasta tímabili.
Sanja Orozovic varð deildarmeistari með Fjölni á seinasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Sönju Orozovic um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Sanja kemur til Breiðabliks frá deildarmeisturum Fjölnis, en hún lék með Breiðablik þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún hefur einnig leikið með KR og Skallagrími hér á landi.

Með Fjölni skoraði Sanja að meðaltali 18 stig í leik, ásamt því að taka átta fráköst og gefa þrjár stoðsendingar.

„Sanja spilaði gríðarlega vel á síðasta tímabili og hjálpaði liði Fjölnis að landa deildarmeistaratitli,“ segir meðal annars í tilkynningu Breiðabliks.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.