Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild karla og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Steven Lennon og félagar eru í beinni.
Steven Lennon og félagar eru í beinni. Vísir/Hulda Margrét

Það eru þrír leikir á dagskrá Bestu deildar karla í fótbolta á rásum Stöðvar 2 Sport í dag sem og Stúkan að þeim loknum. Þá sýnum við frá JP McManus Pro-AM mótinu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 hefst útsending fyrir leik FH og Stjörnunnar í Bestu deildinni. Að leik loknum eða klukkan 21.15 er Stúkan á dagskrá.

Leikur KA og Vals hefst klukkan 18.00 og er sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Leiknir R. tekur á móti ÍA í Breiðholti klukkan 19.15 og er sá leikur á rás 2 Bestu deildarinnar.

Stöð 2 Golf

Klukkan 13.00 hefst útsending frá JP McManus Pro-AM mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.