Platan hefur selst í yfir fjörutíu þúsund eintökum síðan hún kom út árið 2012 og ætlar Ásgeir að halda tónleika í Hörpu undir lok næsta mánaðar. Afmælisútgáfa plötunnar kemur út á tvöföldum vínyl, annars vegar á svörtum og hins vegar á grænum.
Fjögur ný lög
Lögin sem eru áður óútgefin og birtast á plötunni heita: Stormurinn, Frost, Frá mér til ykkar og Nú hann blæs.