Körfubolti

Jón Axel vonast til þess að kom­ast að á æf­ing­um hjá NBA-meist­ur­un­um

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson á ferðinni með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu. Hann vonast nú til að komast að á æfingum hjá Golden State Warriors.
Jón Axel Guðmundsson á ferðinni með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu. Hann vonast nú til að komast að á æfingum hjá Golden State Warriors. VÍSIR/BÁRA

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur yfirgefið þýska félagið Crailsheim Merlins og vonast til að komast að á æfingum hjá NBA-meisturum Golden State Warriors í sumar.

Þetta sagði Jón í samtali við mbl.is í gærkvöldi, en bætti við að hann væri með nokkra hluti í skoðun fyrir næsta tímabil, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Jón hóf nýafstaðið tímabil hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, en lék seinni hluta tímabilsins með Crailsheim í þýskalandi. Með Crailsheim vann Jón til silfurverðlauna í þýsku bikarkeppninni.

„Ég er að bíða eft­ir því hvað ger­ist á næstu dög­um en það er mögu­legt að ég geti kom­ist á æf­ing­ar hjá Gold­en State í sum­ar. Þar eru leik­menn tekn­ir inn á æf­ing­ar með liðinu og vana­lega eru þá nokkr­ir nýir að berj­ast um eitt, tvö eða þrjú laus sæti í hópn­um fyr­ir næsta tíma­bil," sagði Jón Axel í samtali sínu við mbl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×