Körfubolti

Kristinn semur við lið í sameiginlegri deild Hollands og Belgíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristinn Pálsson er á leið til Hollands.
Kristinn Pálsson er á leið til Hollands. Vísir/Bára

Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson hefur samið við hollenska félagið Aris Leeuwarden um að leika með liðinu á komandi leiktíð í BNXT-deildinni, sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu, á næstu leiktíð.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Aris Leeuwarden, en Kristinn gengur til liðs við hollenska liðið frá Grindavík þar sem hann hefur leikið undanfarin tímabil. Aris Leeuwarden hafnaði í 14. sæti deildarinnar á seinasta tímabili.

Með Grindavík skilaði þessi 24 ára leikmaður að meðaltali 12 stigum, fimm fráköstum og þrem stoðsendingum í leik á seinasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×