Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 10:31 Curry og gómurinn frægi. Elsa/Getty Images Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira