Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 18:56 Tveir yfirmenn Plastgerðar Suðurnesja voru dæmdir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi vegna banaslyss sem varð árið 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár. Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár.
Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira