Þessi áður efsta kona heimslistans í tennis gaf þetta til kynna í færslu á samfélagsmiðlum sínum.
„SW og SW19, það er stefnumót. 2022 Sé ykkur þar,“ skrifaði Serena, en SW19 vísar til póstnúmersins þar sem Wimbledon-mótið er haldið hjá All England Lawn Tennis Club.
Serena Williams will make her return to tennis at Wimbledon after being out for nearly a year @HighlightHER pic.twitter.com/YpW8s5t5Go
— Bleacher Report (@BleacherReport) June 14, 2022
Serena er nú orðin fertug og situr í sæti númer 1.208 á heimslistanum. Hún hefur ekki keppt á stórmóti síðan hún féll úr keppni í fyrstu umferð Wimbledon-mótsins síðasta sumar. Hún hefur unnið Wimbledon-mótið sjö sinnum á ferlinum og alls hrósað 23 sinnum sigri á risamótum í tennis.
Hún er ekki skráð til leiks í einliðaleik mótsins og þarf því sérstakt leyfi, svokallað „wildcard“ til að fá að keppa á mótinu.