Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Hjörvar Ólafsson skrifar 13. júní 2022 21:50 Arnar Þór VIðarsson var stoltur af lærisveinum sínum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. „Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira