Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 20:22 Niceair tilkynnti fyrr í dag að öllu Bretlandsflugi flugfélagsins í júní hefði verið aflýst. Vísir/Tryggvi Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“ Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira