Golf

Slegið í gegn: Mælingar og Arnhildur Anna slær í gegn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lyftingaþjálfarinn Arnhildur Anna stóð sig mjög vel á æfingunni.
Lyftingaþjálfarinn Arnhildur Anna stóð sig mjög vel á æfingunni.

Vísir frumsýnir í dag annan þátt af golfþættinum Slegið í gegn.

Í þætti dagsins fer Dagur í Prósjoppuna í mælingar hjá Magnúsi Lárussyni. Mjög áhugavert innslag sem gæti nýst mörgum en mælingar geta svo sannarlega skipt máli ef fólk ætlar að ná lengra.

Í þáttunum er einnig fylgst með nýliðunum Agli Ploder og Arnhildi Önnu þar sem þau reyna að lækka forgjöfina sína.

Arnhildur Anna byrjar mjög vel og hreinlega sló í gegn á æfingu dagsins. Falleg sveifla og ljóst að það verður á brattann að sækja hjá Agli miðað við tilþrifin sem Arnhildur sýndi.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.