Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 11:46 Lögregla var kölluð að þessu húsi í Barðavogi í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Vísir/Helena Rakel Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og hafði lögregla girt götuna af beggja vegna hússins í Barðavogi þar sem morðið er talið hafa verið framið. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu strax í gærkvöldi, grunaður um að hafa banað manni á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tengsl á milli mannanna. „Það er bara eitt af því sem við erum að skoða en það eru einhver tengsl þarna á milli,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Lögreglan vinni nú að því að ræða við möguleg vitni að málinu. „Það eru nokkrir einstaklingar sem við þurfum að ræða við.“ Er það fólk sem var á staðnum? „Það er bæði það, og svo líka sem hefur einhverjar upplýsingar ef um aðdraganda er að ræða, það er bara það sem við erum að skoða,“ segir Margeir. Einn grunaður Margeir segir að búast megi við því að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir þeim handtekna í dag. Hann er grunaður um að hafa verið einn að verki. Ríkisútvarpið hefur greint frá því að lögreglu gruni að hinn látni hafi látist af völdum barsmíða með barefli. Lögregla vinnur nú úr þeim sönnunargögnum sem fyrir liggja í málinu, en Margeir vildi ekki tjá sig um hvers eðlis þau væru. „Það er bara verið að vinna úr því sem við erum með. Svo kemur bara í ljós hvað það er,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og hafði lögregla girt götuna af beggja vegna hússins í Barðavogi þar sem morðið er talið hafa verið framið. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu strax í gærkvöldi, grunaður um að hafa banað manni á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tengsl á milli mannanna. „Það er bara eitt af því sem við erum að skoða en það eru einhver tengsl þarna á milli,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Lögreglan vinni nú að því að ræða við möguleg vitni að málinu. „Það eru nokkrir einstaklingar sem við þurfum að ræða við.“ Er það fólk sem var á staðnum? „Það er bæði það, og svo líka sem hefur einhverjar upplýsingar ef um aðdraganda er að ræða, það er bara það sem við erum að skoða,“ segir Margeir. Einn grunaður Margeir segir að búast megi við því að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir þeim handtekna í dag. Hann er grunaður um að hafa verið einn að verki. Ríkisútvarpið hefur greint frá því að lögreglu gruni að hinn látni hafi látist af völdum barsmíða með barefli. Lögregla vinnur nú úr þeim sönnunargögnum sem fyrir liggja í málinu, en Margeir vildi ekki tjá sig um hvers eðlis þau væru. „Það er bara verið að vinna úr því sem við erum með. Svo kemur bara í ljós hvað það er,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23