Vaktarálag og raunveruleg áhrif þess Arnar Kjartansson skrifar 2. júní 2022 08:00 Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun